Ágætt að það sé skap í mönnum 3. nóvember 2006 00:01 Hannes Sigurðsson missti af æfingunni þegar slagsmálin áttu sér stað, vegna meiðsla. fréttablaðið/daníel Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira