Kúlan fyrir yngsta aldurshópinn 4. nóvember 2006 14:30 Brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik. Sýningin Ljóð á hreyfingu vakti mikla hrifningu fyrr á árinu en hún var frumsýnd í vor. mynd/þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. Eitt af hlutverkum Þjóðleikhússins er að stuðla að leikhúsuppeldi barna. Lengi hefur skort stað í húsinu sem helgaður væri börnum, þótt barnasýningar hafi frá upphafi verið stór hluti af verkefnaskrá hússins. Þá hefur leikhúsinu ekki verið fært að halda úti virkum leikferðum í skóla nema einstaka ár. Það er því mikilvægur áfangi í rekstri hússins þegar þar er komið svið sem helgað er börnum. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsi segir svo: „Kúlunni er ætlað að vera tilraunasvið helgað leiklistaruppeldi. Þar mun leikhúsið kynna ungum áhorfendum leikhúsið með smábarnasýningum og smærri barna- og unglingasýningum. Í Kúlunni munu einnig áhorfendur á öllum aldri geta öðlast nýja leikhúsreynslu, og meðal annars kynnst leikhúsinu á nýjan hátt í gegnum brúðuleiksýningar af ýmsu tagi. Kúlan er í sama húsi og sýningarrýmið Kassinn, í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Kassinn og Kúlan eru hvort um sig vettvangur tilrauna á sviði leiklistar, þar sem bæði leikhúsfólk og áhorfendur nálgast leikhúsið á nýjan hátt. Vígslusýning Kúlunnar verður Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, brúðuleiksýning Bernds Ogrodnik sem er einkum ætluð fullorðnum. Umbreyting var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori. Gullfalleg sýning samsett úr fjölda fínstilltra atriða og leiðir vel í ljós hvílík tök Ogrodnik hefur á list sinni. Eftir áramót verður sýning fyrir yngstu áhorfendurna í Kúlunni, brúðusýning Bernds um Pétur og úlfinn. Sýningin er byggð á samnefndri sögu og tónverki Sergeis Prokofiefs, sem tónskáldið samdi í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar. Í sýningunni birtist okkur þetta óviðjafnanlega ævintýri myndrænt með aðstoð handútskorinna leikbrúða sem Bernd stjórnar af sinni alkunnu snilld. Menning Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Þjóðleikhúsið opnar nýtt leikrými í dag svonefnda Kúlu, sem er helgað ungum áhorfendum og nýrri leikhúsreynslu. Kúlan er þar sem áður var Litla svið Þjóðleikhússins. Eitt af hlutverkum Þjóðleikhússins er að stuðla að leikhúsuppeldi barna. Lengi hefur skort stað í húsinu sem helgaður væri börnum, þótt barnasýningar hafi frá upphafi verið stór hluti af verkefnaskrá hússins. Þá hefur leikhúsinu ekki verið fært að halda úti virkum leikferðum í skóla nema einstaka ár. Það er því mikilvægur áfangi í rekstri hússins þegar þar er komið svið sem helgað er börnum. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsi segir svo: „Kúlunni er ætlað að vera tilraunasvið helgað leiklistaruppeldi. Þar mun leikhúsið kynna ungum áhorfendum leikhúsið með smábarnasýningum og smærri barna- og unglingasýningum. Í Kúlunni munu einnig áhorfendur á öllum aldri geta öðlast nýja leikhúsreynslu, og meðal annars kynnst leikhúsinu á nýjan hátt í gegnum brúðuleiksýningar af ýmsu tagi. Kúlan er í sama húsi og sýningarrýmið Kassinn, í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Kassinn og Kúlan eru hvort um sig vettvangur tilrauna á sviði leiklistar, þar sem bæði leikhúsfólk og áhorfendur nálgast leikhúsið á nýjan hátt. Vígslusýning Kúlunnar verður Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, brúðuleiksýning Bernds Ogrodnik sem er einkum ætluð fullorðnum. Umbreyting var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori. Gullfalleg sýning samsett úr fjölda fínstilltra atriða og leiðir vel í ljós hvílík tök Ogrodnik hefur á list sinni. Eftir áramót verður sýning fyrir yngstu áhorfendurna í Kúlunni, brúðusýning Bernds um Pétur og úlfinn. Sýningin er byggð á samnefndri sögu og tónverki Sergeis Prokofiefs, sem tónskáldið samdi í þeim tilgangi að kenna börnum að skilja og njóta tónlistar. Í sýningunni birtist okkur þetta óviðjafnanlega ævintýri myndrænt með aðstoð handútskorinna leikbrúða sem Bernd stjórnar af sinni alkunnu snilld.
Menning Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning