Vilja sýna hernaðarmátt sinn 4. nóvember 2006 03:45 „Vonum að þeir skilji skilaboðin“ Opinber fréttastofa Írans sendi frá sér í gær þessa mynd af tilraunaskotum með nýjar tegundir af flugskeytum. MYND/AP Yfirmenn íranska hersins skýrðu frá því í gær að tilraunir hefðu verið gerðar á fimmtudaginn með þrjár nýjar tegundir af flugskeytum við Persaflóa og þær tilraunir hafi tekist mjög vel. „Tilraunir þessar eru ekki ógn við neitt af nágrannaríkjum okkar,“ sagði Ali Fazli, herforingi í íranska hernum. Engu að síður segja Íranar að nýju flugskeytin styrki hernaðarmátt landsins við Persaflóa. „Við viljum sýna óvinum okkar utan þessa heimshluta fælingar- og varnarmátt okkar og við vonum að þeir skilji skilaboðin,“ sagði Yahya Rahim Safavi, yfirmaður hersins, á fimmtudaginn þegar fyrstu flugskeytunum var skotið á loft. Íranar hafa áður gert tilraunir með flugskeyti en að þessu sinni virðast tilraunirnar vera beint svar við heræfingum á vegum Bandaríkjanna sem haldnar voru í vikunni á sömu slóðum. Breskir og franskir hermenn tóku einnig þátt í þeim heræfingum. Íranar skutu flugskeytum sínum bæði frá hreyfanlegum skotpöllum við strönd Persaflóa og frá herskipum úti á Flóanum. Íranska fréttastofan sagði flugskeytin vera framleidd í Íran. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sagðist halda að Íranar væru að „reyna að sýna fram á að þeir séu harðir af sér“. Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Yfirmenn íranska hersins skýrðu frá því í gær að tilraunir hefðu verið gerðar á fimmtudaginn með þrjár nýjar tegundir af flugskeytum við Persaflóa og þær tilraunir hafi tekist mjög vel. „Tilraunir þessar eru ekki ógn við neitt af nágrannaríkjum okkar,“ sagði Ali Fazli, herforingi í íranska hernum. Engu að síður segja Íranar að nýju flugskeytin styrki hernaðarmátt landsins við Persaflóa. „Við viljum sýna óvinum okkar utan þessa heimshluta fælingar- og varnarmátt okkar og við vonum að þeir skilji skilaboðin,“ sagði Yahya Rahim Safavi, yfirmaður hersins, á fimmtudaginn þegar fyrstu flugskeytunum var skotið á loft. Íranar hafa áður gert tilraunir með flugskeyti en að þessu sinni virðast tilraunirnar vera beint svar við heræfingum á vegum Bandaríkjanna sem haldnar voru í vikunni á sömu slóðum. Breskir og franskir hermenn tóku einnig þátt í þeim heræfingum. Íranar skutu flugskeytum sínum bæði frá hreyfanlegum skotpöllum við strönd Persaflóa og frá herskipum úti á Flóanum. Íranska fréttastofan sagði flugskeytin vera framleidd í Íran. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sagðist halda að Íranar væru að „reyna að sýna fram á að þeir séu harðir af sér“.
Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira