Fjölbreytt stemning á nýrri plötu 10. nóvember 2006 13:30 Hljómsveitin Í svörtum fötum er að gefa út sína fjórðu plötu. Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember. Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu. „Við vildum gera þetta sjálfir núna. Við erum ekki með „pródúsent“ en við höfum áður verið með Hafþór Guðmundsson og Þorvald Bjarna,“ segir Einar Örn Jónsson, hljómborðsleikari Í svörtum fötum. „Við þykjumst vera orðnir svo reyndir að við treystum okkur í þetta sjálfir. Þessi plata er aðeins meira „beisík“ og ekki eins mikið „pródúseruð“ og áður,“ segir hann. „Hún er mjög fjölbreytt. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk og leyfum því bara að haldast svolítið á plötunni. Það er hin og þessi stemning í gangi. Við höfum stundum reynt að halda okkur við ákveðna línu en núna var öllum gefinn laus taumurinn.“ Í svörtum fötum gaf ekki út plötu í fyrra vegna þess að söngvarinn Jónsi gaf þá út sína fyrstu sólóplötu. „Við hinir vorum orðnir helvíti hressir eftir pásuna og bandið kom með meira „innpútt“ en venjulega. Jónsi hefur átt flest lögin á hinum plötunum en bandið kom meira inn í þetta núna.“ Síðustu þrjár plötur Í svörtum fötum hafa náð gullsölu og er engin ástæða til að ætla annað í þetta skiptið. Næstu stóru tónleikar sveitarinnar verða á Nasa 2. desember.
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira