Heiðraður af Dönum 14. nóvember 2006 10:30 Enn ein rósin Dagur Kári hlýtur hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun 22. nóvember næstkomandi. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin." Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin."
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp