Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal 15. nóvember 2006 17:00 ragnheiður gröndal Söngkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, Þjóðlög. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“