Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal 15. nóvember 2006 17:00 ragnheiður gröndal Söngkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, Þjóðlög. Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal hefur gefið út sína fjórðu sólóplötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlgaríu," segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgaríu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hugmyndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm," segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda- Rósu og Allt eins og blómstrið eina, í fallegum útgáfum. Þjóðlög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira