Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit 19. nóvember 2006 07:15 „Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim." Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
„Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim."
Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira