Sælir með söngkonuleysi 28. nóvember 2006 14:30 Valur Heiðar Sævarsson segir sveitina vera orðna rokkaðri og er hæstánægður með nýju plötuna. fréttablaðið/stefán „Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva . Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva .
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira