Danir vilja efsta skattþrepið í burt 29. nóvember 2006 09:00 Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann. MYND/AFP Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn. Viðskipti Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn.
Viðskipti Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent