Ómþýður kærleikur 30. nóvember 2006 14:15 Vel heppnaðir tónleikar þar sem innlifunin og léttleikinn skína í gegn. Sálin og Gospelkórinn smellpassa saman. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur verið dugleg við að prófa nýja hluti á undanförnum árum. Hún samdi lög við söngleikinn Sól og Mána sem var fluttur í Borgarleikhúsinu, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og næst var röðin komin að tónleikum með Gospelkór Reykjavíkur. Sumir hafa undrast þessa nýjungagirni Sálarinnar en það er vel skiljanlegt þegar hljómsveit sem hefur starfað svo lengi leiti nýrra leiða til að halda sér og aðdáendum sínum á tánum. Á gospeltónleikunum í Laugardalshöll spiluðu hvítklæddir Sálarliðar flest af sínum þekktustu ástarlögum með aðstoð Gospelkórsins, stjórnanda hans Óskars Einarssonar, og fjögurra aðstoðarhljóðfæraleikara. Lagt var upp með að flytja texta þar sem kærleikurinn væri í fyrirrúmi enda kórinn þekktur fyrir trúarlegan söng sinn. Lög á borð við Ekkert breytir því, Getur verið?, Hjá þér, Lestin er að fara, Þú fullkomnar mig, Svarið er já og Aldrei liðið betur fengu öll að hljóma á sinn ómþýða hátt á tónleikunum sem heppnuðust afar vel. Fékk kórinn sérstaklega vel að njóta sín í fyrstnefnda laginu. Þannig eru flest lögin á plötunni fín þó svo að inn á milli leynist lakari lög á borð við Sól um nótt og Flæði. Það fer Sálinni betur að spila með Gospelkórnum heldur en Sinfóníuhljómsveitinni enda á sveitin uppruna sinn í sálartónlist sem hefur jafnan átt góða samleið með gospeli. Þó svo að sinfóníutónleikarnir hafi verið ágætlega heppnaðir virðist sveitin finna sig betur með kórnum og innlifunin og léttleikinn virðast meiri. Minna gospeltónleikarnir þannig meira á hin hefðbundnu Sálarböll sem sveitin er svo þekkt fyrir. Freyr Bjarnason Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur verið dugleg við að prófa nýja hluti á undanförnum árum. Hún samdi lög við söngleikinn Sól og Mána sem var fluttur í Borgarleikhúsinu, spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands og næst var röðin komin að tónleikum með Gospelkór Reykjavíkur. Sumir hafa undrast þessa nýjungagirni Sálarinnar en það er vel skiljanlegt þegar hljómsveit sem hefur starfað svo lengi leiti nýrra leiða til að halda sér og aðdáendum sínum á tánum. Á gospeltónleikunum í Laugardalshöll spiluðu hvítklæddir Sálarliðar flest af sínum þekktustu ástarlögum með aðstoð Gospelkórsins, stjórnanda hans Óskars Einarssonar, og fjögurra aðstoðarhljóðfæraleikara. Lagt var upp með að flytja texta þar sem kærleikurinn væri í fyrirrúmi enda kórinn þekktur fyrir trúarlegan söng sinn. Lög á borð við Ekkert breytir því, Getur verið?, Hjá þér, Lestin er að fara, Þú fullkomnar mig, Svarið er já og Aldrei liðið betur fengu öll að hljóma á sinn ómþýða hátt á tónleikunum sem heppnuðust afar vel. Fékk kórinn sérstaklega vel að njóta sín í fyrstnefnda laginu. Þannig eru flest lögin á plötunni fín þó svo að inn á milli leynist lakari lög á borð við Sól um nótt og Flæði. Það fer Sálinni betur að spila með Gospelkórnum heldur en Sinfóníuhljómsveitinni enda á sveitin uppruna sinn í sálartónlist sem hefur jafnan átt góða samleið með gospeli. Þó svo að sinfóníutónleikarnir hafi verið ágætlega heppnaðir virðist sveitin finna sig betur með kórnum og innlifunin og léttleikinn virðast meiri. Minna gospeltónleikarnir þannig meira á hin hefðbundnu Sálarböll sem sveitin er svo þekkt fyrir. Freyr Bjarnason
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“