Kylie og Furtado syngja dúett 4. desember 2006 12:30 Minogue er að ná sér á strik eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Söngkonan Nelly Furtado ætlar að syngja dúett með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. Furtado gaf í sumar út plötuna Loose sem hefur m.a. að geyma lagið Maneater. Einnig er þar lagið Promiscuous sem hún söng með upptökustjóranum snjalla Timbaland. Furtado hefur lengi ætlað að vinna með Kylie og nú eru viðræður hafnar um að þær flytji saman dúett. „Við höfum talað um þetta í dálítinn tíma. Við erum svipaðar á þann hátt að hún er dugnaðarforkur eins og ég," sagði hin 27 ára Furtado. Hún er jafnframt ánægð með það hvernig Kylie hefur tekist á við brjóstakrabbameinið sem hún greindist með fyrir nokkru síðan. „Það er frábært að hún skuli hafa snúið aftur og klárað tónleikaferð sína." Furtado sló fyrst í gegn árið 2000 með laginu I"m Like a Bird sem var á plötunni Woah Nelly! Nýjasta plata hennar er sú þriðja í röðinni. Kylie hefur lengi verið í sviðsljósinu. Hún vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum Nágrannar. Síðan þá hefur hún sungið mörg vinsæl lög á borð við The Loco-Motion, I Should Be So Lucky, Can"t Get You Out Of My Head, In Your Eyes og Slow, sem Emilíana Torrini samdi ásamt upptökustjóranum Mr. Dan. Var það tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Furtado vill ólm syngja dúett með Kylie Minogue. . Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonan Nelly Furtado ætlar að syngja dúett með áströlsku söngkonunni Kylie Minogue. Furtado gaf í sumar út plötuna Loose sem hefur m.a. að geyma lagið Maneater. Einnig er þar lagið Promiscuous sem hún söng með upptökustjóranum snjalla Timbaland. Furtado hefur lengi ætlað að vinna með Kylie og nú eru viðræður hafnar um að þær flytji saman dúett. „Við höfum talað um þetta í dálítinn tíma. Við erum svipaðar á þann hátt að hún er dugnaðarforkur eins og ég," sagði hin 27 ára Furtado. Hún er jafnframt ánægð með það hvernig Kylie hefur tekist á við brjóstakrabbameinið sem hún greindist með fyrir nokkru síðan. „Það er frábært að hún skuli hafa snúið aftur og klárað tónleikaferð sína." Furtado sló fyrst í gegn árið 2000 með laginu I"m Like a Bird sem var á plötunni Woah Nelly! Nýjasta plata hennar er sú þriðja í röðinni. Kylie hefur lengi verið í sviðsljósinu. Hún vakti fyrst athygli í sjónvarpsþáttunum Nágrannar. Síðan þá hefur hún sungið mörg vinsæl lög á borð við The Loco-Motion, I Should Be So Lucky, Can"t Get You Out Of My Head, In Your Eyes og Slow, sem Emilíana Torrini samdi ásamt upptökustjóranum Mr. Dan. Var það tilnefnt til Grammy-verðlaunanna. Furtado vill ólm syngja dúett með Kylie Minogue. .
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira