Reykjavík! gerist víðförul 4. desember 2006 14:00 Vegna frammistöðu sinnar uppskar sveitin þrjú boð á tónlistarhátíðir erlendis. MYND/Heiða Hljómsveitinni Reykjavík! hefur verið boðið að spila á þremur stórum hátíðum í byrjun næsta árs. Fyrst er það Eurosonic í Hollandi, því næst By:Larm í Noregi, og síðast en ekki síst hin veglega South by Southwest-hátíð í Texas í mars. „Við sóttum bara um á Eurosonic af einhverri rælni og förum á eigin vegum. Við fengum reyndar styrk frá Reykjavík Loftbrú líka,“ sagði Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavíkur!. Hátíðin sú er eins konar útvarpsstöðvastefna, og er Pétur Ben fulltrúi Ríkisútvarpsins þar í ár. By:Larm segir Haukur vera ætlaða sveitum af Norðurlöndunum, fyrst og fremst. „Ég held að hugmyndin sé að gefa einhvers konar mynd af skandinavísku tónlistarlífi,” sagði Haukur, en hátíðin sú ku vera vinsæl hjá bókurum á vegum Hróarskeldu. South by Southwest er þó langstærst. „Við vorum að fregna að við værum boðnir þangað. Það verður auðvitað skemmtilega subbulegt,“ sagði Haukur hlæjandi, en hljómsveitir á borð við Ske, Singapore Sling og Vínyl hafa spilað á hátíðinni á árum áður. Margir sem þar spila hafa plötusamninga eða boð um tónleika upp úr krafsinu, en Haukur segir það þó ekki vera aðalatriðið. „Þetta er aðallega skemmtilegt ferðalag. Hins vegar getur allt gerst og að sjálfsögðu reynum við að standa okkur eins vel og við getum,“ sagði hann. Haukur telur boðin vera til komin vegna frammistöðu sveitarinnar á Airwaves. Plata Reykjavíkur!, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Alcohol, gæti þó haft sitt að segja, en fyrsta upplag er nú uppselt hjá útgefanda. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitinni Reykjavík! hefur verið boðið að spila á þremur stórum hátíðum í byrjun næsta árs. Fyrst er það Eurosonic í Hollandi, því næst By:Larm í Noregi, og síðast en ekki síst hin veglega South by Southwest-hátíð í Texas í mars. „Við sóttum bara um á Eurosonic af einhverri rælni og förum á eigin vegum. Við fengum reyndar styrk frá Reykjavík Loftbrú líka,“ sagði Haukur S. Magnússon, gítarleikari Reykjavíkur!. Hátíðin sú er eins konar útvarpsstöðvastefna, og er Pétur Ben fulltrúi Ríkisútvarpsins þar í ár. By:Larm segir Haukur vera ætlaða sveitum af Norðurlöndunum, fyrst og fremst. „Ég held að hugmyndin sé að gefa einhvers konar mynd af skandinavísku tónlistarlífi,” sagði Haukur, en hátíðin sú ku vera vinsæl hjá bókurum á vegum Hróarskeldu. South by Southwest er þó langstærst. „Við vorum að fregna að við værum boðnir þangað. Það verður auðvitað skemmtilega subbulegt,“ sagði Haukur hlæjandi, en hljómsveitir á borð við Ske, Singapore Sling og Vínyl hafa spilað á hátíðinni á árum áður. Margir sem þar spila hafa plötusamninga eða boð um tónleika upp úr krafsinu, en Haukur segir það þó ekki vera aðalatriðið. „Þetta er aðallega skemmtilegt ferðalag. Hins vegar getur allt gerst og að sjálfsögðu reynum við að standa okkur eins vel og við getum,“ sagði hann. Haukur telur boðin vera til komin vegna frammistöðu sveitarinnar á Airwaves. Plata Reykjavíkur!, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Alcohol, gæti þó haft sitt að segja, en fyrsta upplag er nú uppselt hjá útgefanda.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“