Beth Ditto sigrar heiminn 13. desember 2006 10:15 Frumraun The Gossip er stórkostleg. Rokkið hefur eignast nýja súperstjörnu með söngkonunni Beth Ditto. Stjörnur: 4 Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira