Skammtur af Degi 13. desember 2006 16:30 Diskurinn Dauðaskammturinn færir ljóðum Dags Sigurðarsonar framhaldslíf. Hljómdiskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma. Rekja má rætur verkefnisins til ársins 1985 því þá hafði Þór Eldon umsjón með upptökum á ljóðasnældunni „Fellibylurinn Gloría“ sem Grammið gaf út. Á henni lásu nokkur skáld eigin ljóð með frjálsri aðferð, sum með undirleik en önnur ekki. Eitt af skáldunum sem las inn á snælduna var Dagur Sigurðarson. Hann þurfti engan undirleik því svo mikil tónlist var í ljóðunum hans. Dagur las ljóðin sín upp eins og rokkstjarna á stóru sviði, jafnvel þótt upptökusalurinn væri kjallarahola við Klapparstíginn. Dagur var kóngurinn og höllin það rými sem hann var staddur í hverju sinni. Átta árum síðar var Dagur staddur á heimili Þórs í Reykjavík við mjólkurdrykkju. Þór var þá að vinna að tónlist sem hann leyfði Degi að heyra og ekki leið á löngu þar til Dagur greip í hljóðnemann og kyrjaði áhrifamikla möntru inn á fjögurra rása upptökutæki Þórs. Þeir ákváðu í framhaldinu að vinna meira saman í þessum dúr en því miður varð ekkert úr þar sem Dagur lést nokkrum misserum síðar. Þór hélt upptökunum til haga og koma nú út lög Þórs við sjö af ljóðum skáldsins sem les þau sjálfur við undirleik Þórs. Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómdiskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar hefur nú verið endurútgefinn hjá forlaginu Smekkleysu. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma. Rekja má rætur verkefnisins til ársins 1985 því þá hafði Þór Eldon umsjón með upptökum á ljóðasnældunni „Fellibylurinn Gloría“ sem Grammið gaf út. Á henni lásu nokkur skáld eigin ljóð með frjálsri aðferð, sum með undirleik en önnur ekki. Eitt af skáldunum sem las inn á snælduna var Dagur Sigurðarson. Hann þurfti engan undirleik því svo mikil tónlist var í ljóðunum hans. Dagur las ljóðin sín upp eins og rokkstjarna á stóru sviði, jafnvel þótt upptökusalurinn væri kjallarahola við Klapparstíginn. Dagur var kóngurinn og höllin það rými sem hann var staddur í hverju sinni. Átta árum síðar var Dagur staddur á heimili Þórs í Reykjavík við mjólkurdrykkju. Þór var þá að vinna að tónlist sem hann leyfði Degi að heyra og ekki leið á löngu þar til Dagur greip í hljóðnemann og kyrjaði áhrifamikla möntru inn á fjögurra rása upptökutæki Þórs. Þeir ákváðu í framhaldinu að vinna meira saman í þessum dúr en því miður varð ekkert úr þar sem Dagur lést nokkrum misserum síðar. Þór hélt upptökunum til haga og koma nú út lög Þórs við sjö af ljóðum skáldsins sem les þau sjálfur við undirleik Þórs.
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“