Rapparinn Lupe Fiasco vill vinna með hljómsveitinni fornfrægu Pink Floyd eða einhverjum meðlimum hennar á næstunni.
Fiasco, sem vann með Jay-Z, Kanye West og Jill Scott á sinni fyrstu plötu, Food & Liqour, gerir sér grein fyrir því að hugmyndin gæti reynst erfið í framkvæmd en ætlar að reyna hvað hann getur.
Food & Liquor var tilnefnd til þrennra Grammy-verðlauna í síðustu viku. Næsta plata Fiasco nefnist The Cool þar sem hann mun vinna með ýmsum efnilegum tónlistarmönnum.