Peter Boyle látinn 15. desember 2006 13:45 Boyle ásamt Ray Romano og Brad Garett sem léku syni hans í Everybody Loves Raymond. MYND/AP Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarinn Peter Boyle, sem er þekktastur í seinni tíð fyrir að leika pabbann Frank Barone í gamanþættinum Everybody Loves Raymond, er látinn, 71 árs að aldri. Boyle lést á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Hann fékk heilablóðfall árið 1990 og gat ekki talað í sex mánuði á eftir. Árið 1999 fékk hann síðan hjartaáfall á tökustað Everybody Loves Raymond en náði heilsu aftur skömmu síðar.Hæfileikaríkur leikariBoyle á farsælan feril að baki bæði í sjónvarpi og kvikmyndum.„Ég er afar sorgmæddur vegna dauða Peters Boyle," sagði Ray Romano, sem leikur aðalhlutverkið í Everybody Loves Raymond. „Hann gaf mér góð ráð og fékk mig alltaf til að hlæja. Það hversu góðum tengslum hann náði við alla í kringum sig kom mér alltaf jafnmikið á óvart. Að hann skuli hafa getað leikið svo sannfærandi durg í þættinum á meðan hann var í raun og veru samúðarfull og yndisleg persóna, sýnir vel hversu hæfileikaríkur hann var," sagði Romano.„Þetta er eins og að missa maka sinn," bætti Doris Roberts, sem lék eiginkonu Boyles í þættinum. Þáttaröðin Everybody Loves Raymond lauk göngu sinni á síðasta ári eftir níu ára sigurgöngu.Farsæll ferillFerill Peters Boyle í kvikmyndunum hafði verið nokkuð glæsilegur áður en hann hóf leik í Everybody Loves Raymond árið 1996. Meðal annars lék hann í hinni sígildu kvikmynd Taxi Driver eftir Martin Scorsese og Joe sem kom út 1970.Í upphafi ferils síns var Boyle jafnan ráðinn í hlutverk ýmiss konar rudda og harðjaxla en sú ímynd rann fljótlega af honum eftir að hann lék í The Candidate á móti Robert Redford og í gamanmyndinni Young Frankenstein eftir Mel Brooks.Á meðal fleiri mynda sem Boyle lék í má nefna voru Johnny Dangerously, The Dream Team, Monster"s Ball, The Santa Clause, The Santa Clause 2 og While You Were Sleeping. Í sjónvarpi vann hann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk sitt í The X-Files árið 1996.Vinur Johns LennonBoyle bjó allt sitt líf í New York með eiginkonu sinni og eignuðust þau tvær dætur saman. Kona hans var góð vinkona Yoko Ono og varð Boyle í kjölfarið náinn vinur Johns Lennon. Var Bítillinn fyrrverandi m.a. svaramaður í brúðkaupi hans. „Við leituðum báðir að sannleikanum og reyndum að finna skjóta leið að því að verða upplýstari manneskjur," sagði Boyle eitt sinn um Lennon.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira