Árslistarnir að tínast til 15. desember 2006 09:00 Arctic Monkeys, strákarnir frá Sheffield í Englandi hafa vakið mikla athygli og platan þeirra selst grimmt. Menningarsíðan Metacritic hefur tekið saman helstu árslista tónlistartímarita og vefmiðla yfir bestu plötur ársins 2006. Frumraun ensku strákanna í Arctic Monkeys er þar áberandi, en hún hlaut Mercury-verðlaunin sem besta plata ársins í september. Arctic Monkeys trónar á toppnum á listum blaðanna NME, Q og Observer fyrir plötuna Whatever People Say I Am, That‘s What I‘m Not, sem kom drengjunum rækilega á kortið þegar hún kom út í janúar. Gagnrýnendur hafa lofað plötuna og tónlistarmennina ungu, en sumum þykir dýrkunin keyra fram úr hófi. „Persónulega fannst mér þetta fínasta plata, en ég efast um að hún komist í topp 20 á okkar lista,“ segir Ari Tómasson, ritstjóri tónlistarsíðunnar Rjóminn.is. Rjóminn mun birta sinn lista yfir plötur ársins innan skamms. Á lista síðunnar yfir árið 2005 fékk Sufjan Stevens afgerandi kosningu ritstjórnarinnar í efsta sæti fyrir plötuna Illinois og var Rjóminn langt því frá eini gagnrýnandinn sem tók þá afstöðu. Bob Dylan er einnig áberandi á listunum, en nýjasta plata hans, Modern Times, er besta plata ársins að mati Uncut og er í öðru sæti á tveimur öðrum listum. Platan kom út í ágúst, stuttu eftir 65 ára afmæli Dylans, og virðist meistarinn engan bilbug láta á sér finna, þrátt fyrir langan feril. Þeir félagar Jack White og Brendan Benson í The Raconteurs ná fyrsta sætinu hjá Mojo með plötu sinni Broken Boy Soldiers. Það er hins vegar eini árslistinn sem þeir komast inn á og virðist sem aðrir gagnrýnendur telji White sóma sér betur með The White Stripes, sem gerði hér allt vitlaust í Laugardalshöllinni í fyrra. Íslandsvinirnir í Muse ná líka toppsæti, en Drowned in Sound telur fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar, Black Holes and Revelations, vera bestu plötu ársins. Ekki eru öll kurl komin til grafar og eiga margir gagnrýnendur eftir að skila inn áliti, meðal annars Metacritic sjálfir og tónlistarsíðan Pitchfork. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Menningarsíðan Metacritic hefur tekið saman helstu árslista tónlistartímarita og vefmiðla yfir bestu plötur ársins 2006. Frumraun ensku strákanna í Arctic Monkeys er þar áberandi, en hún hlaut Mercury-verðlaunin sem besta plata ársins í september. Arctic Monkeys trónar á toppnum á listum blaðanna NME, Q og Observer fyrir plötuna Whatever People Say I Am, That‘s What I‘m Not, sem kom drengjunum rækilega á kortið þegar hún kom út í janúar. Gagnrýnendur hafa lofað plötuna og tónlistarmennina ungu, en sumum þykir dýrkunin keyra fram úr hófi. „Persónulega fannst mér þetta fínasta plata, en ég efast um að hún komist í topp 20 á okkar lista,“ segir Ari Tómasson, ritstjóri tónlistarsíðunnar Rjóminn.is. Rjóminn mun birta sinn lista yfir plötur ársins innan skamms. Á lista síðunnar yfir árið 2005 fékk Sufjan Stevens afgerandi kosningu ritstjórnarinnar í efsta sæti fyrir plötuna Illinois og var Rjóminn langt því frá eini gagnrýnandinn sem tók þá afstöðu. Bob Dylan er einnig áberandi á listunum, en nýjasta plata hans, Modern Times, er besta plata ársins að mati Uncut og er í öðru sæti á tveimur öðrum listum. Platan kom út í ágúst, stuttu eftir 65 ára afmæli Dylans, og virðist meistarinn engan bilbug láta á sér finna, þrátt fyrir langan feril. Þeir félagar Jack White og Brendan Benson í The Raconteurs ná fyrsta sætinu hjá Mojo með plötu sinni Broken Boy Soldiers. Það er hins vegar eini árslistinn sem þeir komast inn á og virðist sem aðrir gagnrýnendur telji White sóma sér betur með The White Stripes, sem gerði hér allt vitlaust í Laugardalshöllinni í fyrra. Íslandsvinirnir í Muse ná líka toppsæti, en Drowned in Sound telur fjórðu breiðskífu hljómsveitarinnar, Black Holes and Revelations, vera bestu plötu ársins. Ekki eru öll kurl komin til grafar og eiga margir gagnrýnendur eftir að skila inn áliti, meðal annars Metacritic sjálfir og tónlistarsíðan Pitchfork.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira