JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu 16. desember 2006 12:15 Segir Bubba sjá um Hraunið en þeir Soul Brothers ætla að telja í nokkur blúsuð jólalög að Sogni. „Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira