Skemmtilegur jólapakki 16. desember 2006 16:15 Skemmtilegur fimm diska jólapakki frá hinum afkastamikla Sufjan Stevens. Þeir sem dýrka Illinois og Avalanche ættu að tryggja sér eintak! Stjörnur: 4 Eitt af því sem Sufjan Stevens er þekktur fyrir eru gríðarleg afköst. Hann virðist geta mokað út snilldarverkunum svo fyrirhafnarlítið að maður er næstum því farinn að trúa því að hann geti staðið við yfirlýsingar sínar um að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna fljótlega. Þessi nýja útgáfa hans með jólatónlist hefur að geyma 42 lög á fimm diskum. Það er vinsælt á meðal tónlistarmanna að taka upp jólalag og senda vinum og vandamönnum um hver jól. Sufjan byrjaði á þessu árið 2001, en málið er bara að hann tekur ekki upp eitt lag í hvert skipti, hann gerir heila plötu. Songs for Christmas hefur að geyma þær fimm jólaplötur sem hann gerði á árunum 2001–2006. Ein plata á ári öll árin nema 2004. Þá var hann of upptekinn af Illinois-plötunni til að gera nokkuð. Jólaplötur Sufjans eru þannig uppbyggðar að meirihlutinn af lögunum eru sígild jólalög, bæði heimsþekkt eins og Silent Night, The Little Drummer Boy og Jingle Bells og minna þekkt þjóðlög. Inn á milli eru svo ný lög eftir Sufjan. Af þessum 42 lögum eru 17 frumsamin. Það er gaman að hlusta á þessar fimm plötur til að sjá þróunina hjá Sufjan í gegn um árin. Fyrsta platan er frekar einföld, en á þeim tveimur nýjustu eru útsetningarnar orðnar flóknari og hljómurinn fágaðri í stíl við Illinois og Avalanche. Þetta er mjög skemmtilegur jólapakki. Frumsömdu lögin flest frábær þó að þau séu mis jólaleg, en gömlu jólalögin sem Sufjan útsetur mjög smekklega tryggja jólastemninguna. Hönnun umbúða og frágangur eru sérlega flott. Auk diskanna fimm fylgja með í pakkanum teiknimyndasaga, veggspjald og bók með öllum textunum og hljómunum við frumsömdu lögin, auk hugleiðinga frá Santa Sufjan og fleirum. Trausti Júlíusson . Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Eitt af því sem Sufjan Stevens er þekktur fyrir eru gríðarleg afköst. Hann virðist geta mokað út snilldarverkunum svo fyrirhafnarlítið að maður er næstum því farinn að trúa því að hann geti staðið við yfirlýsingar sínar um að gera eina plötu um hvert ríki Bandaríkjanna fljótlega. Þessi nýja útgáfa hans með jólatónlist hefur að geyma 42 lög á fimm diskum. Það er vinsælt á meðal tónlistarmanna að taka upp jólalag og senda vinum og vandamönnum um hver jól. Sufjan byrjaði á þessu árið 2001, en málið er bara að hann tekur ekki upp eitt lag í hvert skipti, hann gerir heila plötu. Songs for Christmas hefur að geyma þær fimm jólaplötur sem hann gerði á árunum 2001–2006. Ein plata á ári öll árin nema 2004. Þá var hann of upptekinn af Illinois-plötunni til að gera nokkuð. Jólaplötur Sufjans eru þannig uppbyggðar að meirihlutinn af lögunum eru sígild jólalög, bæði heimsþekkt eins og Silent Night, The Little Drummer Boy og Jingle Bells og minna þekkt þjóðlög. Inn á milli eru svo ný lög eftir Sufjan. Af þessum 42 lögum eru 17 frumsamin. Það er gaman að hlusta á þessar fimm plötur til að sjá þróunina hjá Sufjan í gegn um árin. Fyrsta platan er frekar einföld, en á þeim tveimur nýjustu eru útsetningarnar orðnar flóknari og hljómurinn fágaðri í stíl við Illinois og Avalanche. Þetta er mjög skemmtilegur jólapakki. Frumsömdu lögin flest frábær þó að þau séu mis jólaleg, en gömlu jólalögin sem Sufjan útsetur mjög smekklega tryggja jólastemninguna. Hönnun umbúða og frágangur eru sérlega flott. Auk diskanna fimm fylgja með í pakkanum teiknimyndasaga, veggspjald og bók með öllum textunum og hljómunum við frumsömdu lögin, auk hugleiðinga frá Santa Sufjan og fleirum. Trausti Júlíusson .
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“