Safnplatan „100 íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á 5 geislaplötum“ hefur selst í tíu þúsund eintökum hjá útgefandanum Senu.
Platan hefur setið á toppi Tónlistans sem er sölulisti yfir söluhæstu plötur landsins síðustu þrjár vikurnar.
Plöturnar eru fimm saman í einum pakka. Þar eru að finna samtals eitt hundrað jólalög með íslenskum flytjendum. Á tveimur plötum er að finna vinsælustu jólalögin síðustu tvo áratugina, á einni er að finna öll gömlu góðu jólalögin með eldri flytjendum, á einni er að finna vinsælustu jólabarnalögin og á síðustu eru hátíðlegri jólalögin.
Safnplatan er númer þrjú í þessari vinsælu seríu en þess má geta að safnplatan „100 íslenskir sumarsmellir” var söluhæsta plata sumarsins með 6.000 eintök seld.