Vagga nýrrar tónlistar 21. desember 2006 15:30 Gaukur á stöng margar hljómsveitir hafa stigið sína fyrstu skref þar síðan á 9. áratugnum. Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. „Mér skilst að þetta verði síðustu tónleikarnir á Gauknum í bili, sem er bara hræðilegt," segir Beggi Dan, söngvari Shadow Parade, sem segir að Gaukurinn sé einn af fáum vettvöngum fyrir nýjar hljómsveitir að hasla sér völl í bransanum. „Þetta er eiginlega eini staðurinn þar sem það er allt til alls, til dæmis hljóðkerfi sem er rándýrt að leigja. Annars eru menn bara að spila á litlum búllum en þarna komast fleiri að og þetta verða meiri tónleikar fyrir vikið." Beggi Dan hefur spilað margoft á Gauknum og segir stemninguna þar góða. „Það er rokk og ról-andi þarna og eiginlega okkar heimavöllur. Gaukurinn er þrepi ofar en aðrir staðir og gegnir í rauninni mikilvægu hlutverki í nýliðun í íslensku tónlistarlífi, því þarna hafa ófáir hljómsveitir stigið á svið í fyrsta sinn og fengið dýrmæta reynslu. Það vantar líka bara almennilega tónleikastaði í borgina." Gaukur á Stöng er einn rótgrónasti skemmtistaður borgarinnar og vinsæll tónleikastaður allt frá 9. áratugnum. Herbert Guðmundsson var meðal þeirra sem tróð þar upp í árdaga Gauksins. „Mér fyndist það mikil synd ef tónleikahald legðist af á Gauknum. Þetta hefur verið vagga nýrra tónlistar á Íslandi í svo mörg ár." Gaukurinn er þó ekki aðeins heimavöllur rokkara, því sveitaballahljómsveitirnar svokölluðu hafa líka átt þar athvarf. „Ég hef ekki tölu á hvað ég hef spilað oft þarna," segir Gunnar Ólason, forsöngvari Skítamórals. „Ég spilaði þarna fyrst fyrir réttum tíu árum og hef troðið þarna upp reglulega síðan. „Þetta er staður sem á sér mjög langa sögu og þarna hafa heilmargir tónlistarmenn geta komið ár sinni fyrir borð." Eins og með svo margt snýst málið um peninga en Gunnar kveðst handviss um að hægt sé að reka Gaukinn með arði. „Ég skora á framsýna athafnamenn að endurreisa Gaukinn í sinni fyrri mynd. Það er hægt að gera fullt af góðum hlutum þarna. Það erum að gera að halda þessu flaggskipi gangandi."bergsteinn@frettabladid.is Shadow Parade leika á því sem virðast ætla að verða síðustu tónleikarnir á Gauki á Stöng í vili. . Gunnar Ólason hefur troðið upp reglulega á Gauknum í tíu ár. . Herbert Guðmundsson spilaði á Gauknum í upphafi ferilsins og finnst það synd ef honum verður lokað. . Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenskir tónlistarmenn eru með böggum hildar því líkur eru á að tónleikar Shadow Parade, Dikta og Red Cup á Gauki á Stöng í kvöld verði þeir síðustu sem haldnir verða um langt skeið á þessum annálaða tónleikastað. „Mér skilst að þetta verði síðustu tónleikarnir á Gauknum í bili, sem er bara hræðilegt," segir Beggi Dan, söngvari Shadow Parade, sem segir að Gaukurinn sé einn af fáum vettvöngum fyrir nýjar hljómsveitir að hasla sér völl í bransanum. „Þetta er eiginlega eini staðurinn þar sem það er allt til alls, til dæmis hljóðkerfi sem er rándýrt að leigja. Annars eru menn bara að spila á litlum búllum en þarna komast fleiri að og þetta verða meiri tónleikar fyrir vikið." Beggi Dan hefur spilað margoft á Gauknum og segir stemninguna þar góða. „Það er rokk og ról-andi þarna og eiginlega okkar heimavöllur. Gaukurinn er þrepi ofar en aðrir staðir og gegnir í rauninni mikilvægu hlutverki í nýliðun í íslensku tónlistarlífi, því þarna hafa ófáir hljómsveitir stigið á svið í fyrsta sinn og fengið dýrmæta reynslu. Það vantar líka bara almennilega tónleikastaði í borgina." Gaukur á Stöng er einn rótgrónasti skemmtistaður borgarinnar og vinsæll tónleikastaður allt frá 9. áratugnum. Herbert Guðmundsson var meðal þeirra sem tróð þar upp í árdaga Gauksins. „Mér fyndist það mikil synd ef tónleikahald legðist af á Gauknum. Þetta hefur verið vagga nýrra tónlistar á Íslandi í svo mörg ár." Gaukurinn er þó ekki aðeins heimavöllur rokkara, því sveitaballahljómsveitirnar svokölluðu hafa líka átt þar athvarf. „Ég hef ekki tölu á hvað ég hef spilað oft þarna," segir Gunnar Ólason, forsöngvari Skítamórals. „Ég spilaði þarna fyrst fyrir réttum tíu árum og hef troðið þarna upp reglulega síðan. „Þetta er staður sem á sér mjög langa sögu og þarna hafa heilmargir tónlistarmenn geta komið ár sinni fyrir borð." Eins og með svo margt snýst málið um peninga en Gunnar kveðst handviss um að hægt sé að reka Gaukinn með arði. „Ég skora á framsýna athafnamenn að endurreisa Gaukinn í sinni fyrri mynd. Það er hægt að gera fullt af góðum hlutum þarna. Það erum að gera að halda þessu flaggskipi gangandi."bergsteinn@frettabladid.is Shadow Parade leika á því sem virðast ætla að verða síðustu tónleikarnir á Gauki á Stöng í vili. . Gunnar Ólason hefur troðið upp reglulega á Gauknum í tíu ár. . Herbert Guðmundsson spilaði á Gauknum í upphafi ferilsins og finnst það synd ef honum verður lokað. .
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira