Tónlist

Söngur á Valhúsahæð

Sönghópurinn Hljómeyki.
Sönghópurinn Hljómeyki.

Jólatónleikar Sönghópsins Hljómeykis verða í kvöld kl. 20 í Seltjarnarneskirkju á Valhúsahæð. Á tónleikum mun Sönghópurinn Hljómeyki flytja jólasálma frá 15. og 16. öld en einnig tónlist tengda jólunum eftir tónskáld 20. og 21. aldar.

Þannig hefjast tónleikarnir á hinum vel þekkta jólasálmi „Það aldin út er sprungið“ en lýkur á nýlegri útsetningu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur á enska jólalaginu Ding, dong, merrily on high. Flutt verða nokkur verk tengd Maríu guðsmóður, meðal annars Ave maris stella eftir Trond Kverno. Auk þess verða fluttar á tónleikunum mótetturnar O magnum mysterium og Hodie christus natus es eftir franska tónskáldið Francis Poulanc.

Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson. Hann tók við stjórn kórsins í haust og eru þetta fyrstu jólatónleikarnir þar sem hann stjórnar kórnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.