Bubbi syngur með ungum rappara 28. desember 2006 09:30 Rapparinn Sævar Daníel kallar sig Poetrix og gefur út fyrstu plötu sína á næsta ári. MYND/Vilhelm „Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur." Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur."
Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“