New York lagði Phoenix í maraþonleik 3. janúar 2006 11:15 Steve Nash og félagar þurftu að lúta í gras gegn New York í sannkölluðum maraþonleik í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Sjá meira