Baldvin Þorsteinsson hefur þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Sviss síðar í mánuðinum vegna veikinda. Viggó Sigurðsson hefur í stað hans valið Heimir Örn Árnason, leikmann Fylkis.
Baldvin dró sig út úr hópnum vegna veikinda eftir að hafa ráðfært sig við lækna.