Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Japan í dag í kjölfar þess að fjárfestar settu inn í áætlanir sínar yfirvofandi hækkun stýrivaxta í landinu. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,37 prósent og endaði í 16.096,21 stigi. Í gær hækkaði gengi hlutabréfanna hins vegar um hálf prósent.
Mest varð lækkunin hjá fasteigna- og verktakafyrirtækjum en þau eru sérstaklega viðkvæm fyrir hækkun stýrivaxta. Sumitomo Realty og Development Co. lækkuðu töluvert en lækkun gengis bréfa í Sumitomo Realty nam 6,62 prósentum.