Nígeríumenn í gæsluvarðhaldi vegna meintra fjársvika 22. mars 2006 22:15 MYND/Róbert Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Tveir Nígeríumenn, búsettir á Spáni, sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi eftir að þeir voru teknir með 100 þúsund evrur, jafnvirði hátt í níu milljóna króna, í fórum sínum á leið úr landi á föstudaginn var. Mennirnir eru grunaðir um fjársvik. Þeir voru fyrst stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins á fimmtudag vegna ábendingar erlendis frá um að þeir kynnu að hafa fíkniefni meðferðis. Við leit fundust ekki fíkniefni á þeim en hins vegar fannst talsvert magn af svörtum bréfmiðum í peningaseðlastærð, joð, vaselín og álpappír og svokallaðan flúorlampa. Samkvæmt erlendum lögregluyfirvöldum má nota tækin og efnin til tiltekinna fjársvika og því var ákveðið að leita á þeim þegar þeir færu á ný úr landi. Það var strax daginn eftir og þá fundust á þeim um 100.000 evrur í reiðufé. Að sögn yfirvalda gátu mennirnir ekki gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna þeir höfðu þessa fjármuni meðferðis og við leit á hótelherbergi mannanna fundust merki þess að framangreind efni hefðu verið notuð til peningafölsunar. Fölsuðu peningana hafi þeir svo selt hér á landi og svikið þannig út fé. Lögregla hefur rökstuddan grun um að mennirnir eigi sér samstarfsmann eða -menn hérlendis og er unnið að rannsóknum á símtölum mannanna á meðan þeir dvöldu hér á landi og hugsanlegum bankaúttektum eða viðskiptum. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudag en lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið og nýtur aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira