Lofa glæsilegri rokkhátíð alþýðunnar 24. mars 2006 08:00 Skrifað undir samninga við bakhjarla í gær. MYND/Vilhelm Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt. Lífið Menning Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Notalegtheit og náungakærleikur verða í fyrirrúmi þegar rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, verður haldin í þriðja sinn á Ísafirði nú um páskana. Yfir tuttugu sveitir, allt frá heimsfrægum aðkomumönnum til lítt þekktra heimamanna, munu þar skemmta sér og öðrum en færri sveitir komust að en vildu. Hátíðin er hugarfóstur feðganna Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra og Arnar Elíasar Guðmundssonar, sem er betur þekktur sem Mugison. Óhætt er að segja hátíðin skarti glæsilegum tónlistarmönnum í ár og skal þar fyrstan nefna forsprakkan sjálfan Mugison. Þá stíga listamenn eins og Ghostdigital, Jet Black Joe og Benni Hemm Hemm á svið að ógleymdum Drengjakór MÍ, Harmonikkufélagi Vestfjarða og Jóni Kr. Ólafssyni sem eru meðal fulltrúa heimamanna. Alls sóttust um 60 sveitir eftir því að spila á hátíðinni sem fram fer 15. apríl í Edinborgarhúsinu en aðeins um þriðjungur þeirra komst að. Það má einnig búast við að fjöldi fólks leggi leið sína vestur en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra. Um leið og hátíðin var kynnt í var skrifað undir samning við bakhjarla hátíðarinnar, Glitni, Símann og Flugfélag Íslands en þeir munu styðja við hátíðina fram til ársins 2008. Allir lista- og tæknimenn sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína og segir Mugison að sömu gildi verði í heiðri höfð og fyrri ár. Mugison segir stemmninguna mjög sérstaka sem hann hafi ekki fundið annars staðar. Fólk komi með opnum hug að hlusta á tónlist og sýna sig og sjá aðra. Og það er engin sveit merkilegri en önnur á þessari hátíð því sveitirnar fá allar svipaða tíma til að spila. Mugison hvetur fólk til að kíkja á hátíðina. Bæði fólkið og sveitarfélögin séu æðisleg og gott að vera fyrir vestan. Fólk geti þarna prófað eitthvað nýtt.
Lífið Menning Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira