Selkórinn ásamt hljómsveit, ætlar á laugardag að efna til tónleika til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða í Neskirkju og gefa allir sem að tónleikahaldinu koma, vinnu sína.
Á efnisskránni er fjöldi þekktra laga og syrpur úr vinsælustu söngleikjum samtímans.
1. | What a wonderful world. G.David Weiss og Bob Thiele |
2. | Spinning wheel. David Clayton Thomas |
3. | Broadwaysyrpa Irvin Berlin |
4. | Syrpa af lögum úr "My Fair Lady" Frederick Loewe |
5. | Syrpa af lögum úr "West Side Story" Leonard Bernstein |
6. | Radetsky Mars Johann Strauss |
7. | Vín, Vín þú aðeins ein..... R. Sieczynski. |
8. | Inngöngumars úr " Zigaunarbaróninn" J.Strauss |
9. | Lagasyrpa úr "Kátu ekkjunni" Frans Léhar |
Hljómsveitina skipa Kjartan Valdimarsson píanó |
|
Stjórnandi Selkórsins er Jón karl Einarsson |
Tónleikarnir verða í Neskirkju laugardaginn 6. maí og hefjast klukkan 17:00.
Hægt er að panta miða hjá Ljósinu í síma 561-3770, 695-6636 eða á netfangið ljosid@ljosid.org.
Miðinn kostar kr. 2.500, og rennur allur ágóði til Ljóssins, þar sem kórinn og hljómsveit gefur alla vinnu og kirkjan leggur til húsnæðið.
Um LjósiðLjósið er endurhæfingar -og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Yfirmarkmið Ljóssins er að efla lífsgæði á erfiðum tímum efla tengsl á milli manna, traust, hjálpsemi og aðstoð og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér.
Krabbameinsgreindir, aðstandendur og allir þeir sem áhuga hafa á starfsemi Ljóssins hafa aðgang að endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni. Áhersla er lögð á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólk upplifir sig velkomið.
Ljósið hefur aðsetur í Neskirkju (gamla safnaðarheimilinu) og hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi yfirumsjón með starfinu.
Hægt er að gerast styrktaraðili að Ljósinu með því að skrá nafn og kennitölu á netfangið ljosid@ljosid.org.
Félagsgjöld eru 2.500, kr. á ári.