Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York 2. maí 2006 17:12 MYND/Hari Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira