Bandaríska netveitan American Online (AOL) greindi frá því í dag að hún ætli að segja upp 1.300 manns, sem er um 7 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið loka þremur skrifstofum sínum í Bandaríkjunum.
Nicholas Graham, talsmaður AOL, sagði í samtali við bandaríska dagblaðið USA Today, að netmarkaðurinn væri annar í dag en fyrir tíu árum þegar AOL opnaði fjölda skrifstofa í Bandaríkjunum. Þá hafi kröfur viðskiptavina netveitunnar breyst mikið auk þess sem tækninni hafi fleytt mikið fram, að hans sögn.