ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu 12. maí 2006 12:07 Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Samkomulag náðist milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra í mars 2003 um að tvöfaldaður yrði lífeyrir þeirra sem metnir hefðu verið sjötíu og fimm prósent öryrkjar eða meira og væru á aldrinum átján ára eða yngri en viðbótin færi stiglækkandi ár frá ári fram til sextíu og sex ára aldurs. Tryggingastofnun ríkisins mat það svo í apríl 2003, að það myndi kosta rúmlega einn og hálfan milljarð að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 var einungis gert ráð fyrir milljarði. Öryrkjabandalagið höfðaði mál í nóvember í fyrra til að knýja fram efndir. Ríkið krafðist þess hins vegar að kröfum bandalagsins yrði vísað frá dómi. Héraðsdómur vísaði frá dómi aðalkröfunni um að viðurkennt yrði með dómi, að samkomulag hefði náðst árið 2003 milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira og að ráðherra yrði gert að viðlögðum dagsektum að leggja fram frumvarp á Alþingi sem mælti fyrir um lagabreytingar þessu tengdu. Dómurinn ætlar hins vegar að taka til meðferðar greiðsluskyldu vegna samkomualgsins. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Öryrkjabandalagsins, segir það í raun stórsigur þar sem þetta verði fyrsta mál sinnar tegundar og hafi þar með ótvírætt fordæmisgildi, til að mynda í þeim málum þar sem stjórnvöld komi að lausn kjarasamninga, ef deilur komi upp um efndirnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira