Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu.
Yfirtökutilboðið hljóðar upp á einn hlut í Mittal Steel auk 11,10 evru greiðslu fyrir hvern hlut í Arcelor.
Tilboð Mittal Steel í Arcelor var gert opinbert í gær en það hljóðaði upp á 21 milljarð evra. Í kjölfarið voru viðskipti með bréf í báðum fyrirtækjunum stöðvuð í nokkrum kauphöllum, m.a. á samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext í París og Amsterdam og í kauphöll Spánar.
Samþykki stjórnin yfirtökutilboðið mun verða til einn stærsti stálframleiðandi í heimi.
Stjórn Arcelor kemur saman í dag til að meta yfirtökutilboðið.