Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít 21. maí 2006 16:34 Ludovic Giuly (í miðjunni) fagnar hér Evróputitlinum með Barcelona í síðustu viku. Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. Giuly segir Domenech ekki bera virðingu fyrir sér á meðan Anelka heldur því fram að landsliðsþjálfarinn hafi vísvitandi reynt að niðurlægja sig. Giuly lætur þjálfarann fá það óþvegið í franska dagblaðinu L'Equipe í dag og segist ekki munu koma þjálfaranum til bjargar þó upp komi neyðartilfelli hjá franska landsliðinu. "Ef meiðsli koma upp í landsliðinu þá er það bara hans vandamál. Ég fer því bara til Ástralíu á mánudaginn í frí þar sem ég verð í mánuð. Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít." sagði svekktur Giuly sem átti gott tímabil með Spánar og Evrópumeisturum Barcelona. "Það versta er að enginn hringdi í mig til að biðja mig um að vera til taks ef upp koma meiðsli. Domenech var ekki einu sinni fær um að hringja, Það er lykilatriði að tala alla vega við leikmenn. Domenech sagðist hafa valið liðið með það til hliðsjónar að leikmenn hefðu mikla reynslu af stórleikjum og að leika vel í þeim. Mér fannst ég uppfylla öll skilyrðin þannig að annað hvort hef ég misskilið Domenech eða þá að hann ætti að breyta ræðunni sinni." bætti Giuly við. Anelka, sem leikur hjá Fenerbahce í Tyrklandi hefur löngum lent upp á kant við landsliðsþjálfara Frakka og hefur t.a.m. misst af tveimur síðustu heimsmeistarakeppnum þess vegna. Þó hann hafi verið kallaður í hópinn fyrir vináttuleik gegn Kosta Ríka í nóvember sl. þar sem hann skoraði kom það honum ekkert sérstaklega á óvart þó hann hafi ekki fengið kallið fyrir HM. "Eins og venjulega þá er ég ekki dæmdur af knattspyrnuhæfileikum mínum. Ég fæ á tilfinninguna að Domenech hafi bara valið mig í nóvember til þess eins að geta niðurlægt mig eftir á. Ég held að það hafi aldrei verið ætlun hans að taka mig með til Þýskalands þó mér finnist ég hafi átt það skilið." sagði Anelka í viðtali við dagblaðið Le Journal du Dimanche í dag og ljóst að honum er ekki heldur neitt sérlega hlýtt til Domenech frekar enn fyrri landsliðsþjálfara Frakka.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn