Veðurspá hækkar olíuverð 23. maí 2006 15:32 Olíutankar skemmdust víða við suðurströnd Bandaríkjanna þegar fellibyljirnir Ríta og Katrín gengur yfir svæðið í fyrrahaust. Mynd/AFP Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. Fellibyljatímabilið hefst 1. júní og stendur fram í nóvember. Veðurfræðingar telja þó að fellibylirnir verði ekki jafn stórir og í fyrra. Olía, sem afhent verður í júlí, hækkaði um 91 sent á mörkuðum í New York í gær og fór tunnan í 70,78 dali. Þá hækkaði Norðursjávarolíu í verði um 88 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór tunnan í 70,23 dali. Veðurfræðingar við fellibyljgamiðstöð Bandaríkjanna á Miami spáðu í gær að á næsta fellibyljatímabili muni ofsaveður ganga yfir Mexíkóflóa í 16 skipti og muni 6 fellibyljir fara yfir svæðið. Á síðasta fellibyljatímabili í fyrra gekk ofsaveður yfir Mexíkóflóa í 28 skipti. Þar af voru 15 fellibylir og sjö þeirra á 3. stigi eða meira skv. Saffir-Simpson kvarðanum um vindstyrk fellibylja. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir gögn um olíubirgðir í landinu á morgun en búist er við að birgðirnar hafi dregist saman um 400.000 tunnur. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust. Fellibyljatímabilið hefst 1. júní og stendur fram í nóvember. Veðurfræðingar telja þó að fellibylirnir verði ekki jafn stórir og í fyrra. Olía, sem afhent verður í júlí, hækkaði um 91 sent á mörkuðum í New York í gær og fór tunnan í 70,78 dali. Þá hækkaði Norðursjávarolíu í verði um 88 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór tunnan í 70,23 dali. Veðurfræðingar við fellibyljgamiðstöð Bandaríkjanna á Miami spáðu í gær að á næsta fellibyljatímabili muni ofsaveður ganga yfir Mexíkóflóa í 16 skipti og muni 6 fellibyljir fara yfir svæðið. Á síðasta fellibyljatímabili í fyrra gekk ofsaveður yfir Mexíkóflóa í 28 skipti. Þar af voru 15 fellibylir og sjö þeirra á 3. stigi eða meira skv. Saffir-Simpson kvarðanum um vindstyrk fellibylja. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir gögn um olíubirgðir í landinu á morgun en búist er við að birgðirnar hafi dregist saman um 400.000 tunnur.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira