Ekki búist við breytingum á olíuframleiðslu 30. maí 2006 12:59 SINCOR olíuvinnslustöðin í nágrenni Caracas í Venesúela. Mynd/AFP Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Sérfræðinga í olíumálum segja að þrátt fyrir að olíubirgðir hafi aukist þá vilji samtökin ekki verða sökuð um að þrýsta olíuverði enn frekar upp. Verð á olíu hefur í nokkrar vikur staðið nálægt sögulegu hámarki. Samtökin hafa haldið olíuframleiðslu sinni óbreyttri frá miðju síðasta ári til að koma í veg fyrir enn frekari verðhækkanir m.a. vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Íran og árása skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. Þrátt fyrir þetta hefur Rafael Ramirez, olíumálaráðherra Venesúela, krafist þess að olíuframleiðsla samtakanna, sem nemur 28 milljónum tunna á degi hverjum, verði minnkuð um 500.000 til 1 milljón tunna á dag vegna aukinna olíubirgða. Á meðal olíuframleiðsluríkja í Opec-samtökunum eru Sádi-Arabía, Írak, Íran og Nígería en aðildarríki samtakanna framleiða þriðjung allrar olíu í heiminum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekki er búist við breytingum á olíuframleiðslu á fundi Opec-ríkjanna, samtökum olíuframleiðsluríkja, sem haldinn verður í Caracas í Venesúela á fimmtudag. Þetta er þvert á óskir olíumálaráðherra Venesúela, sem hefur óskað eftir því að olíuframleiðsla verði minnkuð. Sérfræðinga í olíumálum segja að þrátt fyrir að olíubirgðir hafi aukist þá vilji samtökin ekki verða sökuð um að þrýsta olíuverði enn frekar upp. Verð á olíu hefur í nokkrar vikur staðið nálægt sögulegu hámarki. Samtökin hafa haldið olíuframleiðslu sinni óbreyttri frá miðju síðasta ári til að koma í veg fyrir enn frekari verðhækkanir m.a. vegna aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Íran og árása skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. Þrátt fyrir þetta hefur Rafael Ramirez, olíumálaráðherra Venesúela, krafist þess að olíuframleiðsla samtakanna, sem nemur 28 milljónum tunna á degi hverjum, verði minnkuð um 500.000 til 1 milljón tunna á dag vegna aukinna olíubirgða. Á meðal olíuframleiðsluríkja í Opec-samtökunum eru Sádi-Arabía, Írak, Íran og Nígería en aðildarríki samtakanna framleiða þriðjung allrar olíu í heiminum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira