Íranar hætta ekki auðgun úrans 1. júní 2006 12:30 Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. MYND/AP Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust. Erlent Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust.
Erlent Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Sjá meira