Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að boðað hafi verið til blaðamannafundar hjá úrvalsdeildarliði Middlesbrough á morgun þar sem tíðinda er að vænta varðandi ráðningu knattspyrnustjóra. Varnarmaðurinn Gareth Southgate hefur verið orðaður við stöðuna, en hann hefur þó ekki tilskilin leyfi til að taka við starfinu.
Talið er víst að forráðamenn Boro muni reyna hvað þeir geta til að fá undanþágu fyrir Southgate, á borð við þá sem Glenn Roader fékk hjá Newcastle á dögunum - en sú yfirlýsta stefna forráðamanna Boro á að hafa valdið nokkru fjaðrafoki hjá enska knattspyrnusambandinu.