REYKJAVIK.COM og REYKJAVIKMAG 9. júní 2006 11:00 Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif. Lífið Menning Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira
Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif.
Lífið Menning Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Vance á von á barni Lífið Fleiri fréttir Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Sjá meira