Úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samþykkt kauptilboð Birmingham í írska bakvörðinn Stephen Kelly, en hann hefur alla tíð spilað með Lundúnaliðinu. Hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2003 og 22 ára gamall. Kelly á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við forráðamenn Birmingham.

