Ensku úrvalsdeildarfélögin West Ham og Manchester United eiga nú í samningaviðræðum við Deportivo La Coruna um kaup á Aldo Duscher miðjumanni Deportivo. Deportivo menn hafa hvatt félögin til þess að bjóða í leikmanninn, en í gær tryggðu þeir sér Jordi Lopez frá Sevilla sem koma á í stað Duscher.
Aldo Duscher hefur áður gefið það út að hann vilji leika á Englandi og framtíð hans ætti að ráðast á næstu dögum.