Jurgen Klinsmann var að vonum vonsvikinn eftir tapið fyrir Ítölum í kvöld, en hrósaði liði sínu í hástert fyrir góðan anda og baráttu á mótinu. Hann hrósaði ítalska liðinu fyrir frammistöðuna í kvöld og bætti við að fátt hefði komið sér á óvart, því hann hefði búist við gríðarlega erfiðri baráttu þar sem bæði lið hefðu fengið tækifæri til að gera út um leikinn.
