
Sport
Nadal slapp vel eftir umferðaróhapp

Tenniskappinn Rafael Nadal þótti sleppa vel í gær þegar bíll sem hann var í fór út af veginum og hafnaði á staur. Nadal var á heimleið til Mallorca á Spáni eftir að hafa tapað í úrslitaleik Wimbledon-mótsins, en ekki er vitað hvort hann ók bílnum sjálfur eða var farþegi. Nadal slapp alveg ómeiddur frá óhappinu.