Spænska stórliðið Valencia hefur gefið það út að það hafi mikinn hug á því að fá vinstri bakvörðinn Asier del Horno til liðs við sig frá Chelsea. Del Horno er 25 ára gamall spænskur landsliðsmaður og spilaði 25 deildarleiki fyrir ensku meistarana á síðustu leiktíð.