Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir ekki ólíklegt að félagið muni gera tilboð í einn eða tvo af leikmönnum Juventus í kjölfar þess að liðið var dæmt til að leika í annari deild á næstu leiktíð.
"Við héldum okkur til hlés á meðan óvissa ríkti um framtíð Juventus, en nú þegar niðurstaða er komin í málið kemur vel til greina að við gerum formleg tilboð í einn eða tvo af leikmönnum félagsins.
Ferguson segir að þeir Gianluigi Buffon, Gianluca Zambrotta, Fabio Cannavaro, Lilian Thuram, Emerson og Patrick Vieira væru leikmenn sem væru að draga til sín hvað mesta athygli félaga í Evrópu og bætti við að ef til vill gætu einn eða tveir leikmenn þar fyrir utan fengist á frjálsri sölu ef þeir færu burt frá Ítalíu.
Íhugar tilboð í leikmenn Juventus

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn