Biggi og fimm manna hljómsveit 20. júlí 2006 10:06 The Bigital Orchestra heldur eina tónleika í Reykjavík að þessu sinni. Þeir verða í 12 Tónum á morgun kl 17:00 The Bigital Orchestra leikur fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15 á morgun 21. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum. Tónleikarnir í 12 Tónum eru einu tónleikar Bigga í Reykjavík í þetta skiptið en hann heldur með hljómsveit sína beint á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, L.UNG.A, þar sem sveitin spilar á risatónlistarveislu laugardaginn 22. júlí en svo heldur sveitin ásamt Bigga heim á ný. Birgir Örn Steinarsson sem er betur þekktur sem Biggi úr Maus er maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann hefur verið búsettur í London um nokkurt skeið þar sem hann hefur unnið að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út á vegum 12 Tóna í september. Platan hefur hlotið nafnið "id". Biggi býr og starfar enn í London þar sem hann kemur reglulega fram með sinni 5 manna sveit sem er mönnuð djass- og klassískmenntuðum hljóðfæraleikurum. Sveitina kallar hann The Bigital Orchestra. Biggi er búinn að vera prufa sig áfram með eigið efni í nokkur ár en það var ekki fyrr en í lok árs 2004, eftir að það varð ljóst að Maus væri á leiðinni í áralangt frí, að hann ákvað að klára plötu einn síns liðs. Hann sá samstarfsslitin líka sem gott tækifæri til þess að skipta um umhverfi og fluttist til London til að einbeita sér að tónlistarsköpun sinni. Fyrsta lagið af "id" sem er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum heitir The Hard Way og er popplag sem ætti að vera ágætis vísbending um þá stefnubreytingu sem Biggi hefur tekið frá þeirri tónlist sem Maus er þekkt fyrir. Platan er unnin með breskum raftónlistargúru að nafni Tim Simenon sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir störf sín með Depeche Mode, Neneh Cherry, Sinead O´Connor, Björk og sinni eigin hljómsveit Bomb The Bass. Lagið "The Hard Way" og önnur hljóðdæmi eftir Bigga er að finna á myspace síðu hans, myspace.com/bigital. Lífið Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
The Bigital Orchestra leikur fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna að Skólavörðustíg 15 á morgun 21. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og verða léttar veitingar á boðstólnum. Tónleikarnir í 12 Tónum eru einu tónleikar Bigga í Reykjavík í þetta skiptið en hann heldur með hljómsveit sína beint á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, L.UNG.A, þar sem sveitin spilar á risatónlistarveislu laugardaginn 22. júlí en svo heldur sveitin ásamt Bigga heim á ný. Birgir Örn Steinarsson sem er betur þekktur sem Biggi úr Maus er maðurinn á bakvið hljómsveitina en hann hefur verið búsettur í London um nokkurt skeið þar sem hann hefur unnið að sinni fyrstu sólóplötu sem kemur út á vegum 12 Tóna í september. Platan hefur hlotið nafnið "id". Biggi býr og starfar enn í London þar sem hann kemur reglulega fram með sinni 5 manna sveit sem er mönnuð djass- og klassískmenntuðum hljóðfæraleikurum. Sveitina kallar hann The Bigital Orchestra. Biggi er búinn að vera prufa sig áfram með eigið efni í nokkur ár en það var ekki fyrr en í lok árs 2004, eftir að það varð ljóst að Maus væri á leiðinni í áralangt frí, að hann ákvað að klára plötu einn síns liðs. Hann sá samstarfsslitin líka sem gott tækifæri til þess að skipta um umhverfi og fluttist til London til að einbeita sér að tónlistarsköpun sinni. Fyrsta lagið af "id" sem er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum heitir The Hard Way og er popplag sem ætti að vera ágætis vísbending um þá stefnubreytingu sem Biggi hefur tekið frá þeirri tónlist sem Maus er þekkt fyrir. Platan er unnin með breskum raftónlistargúru að nafni Tim Simenon sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir störf sín með Depeche Mode, Neneh Cherry, Sinead O´Connor, Björk og sinni eigin hljómsveit Bomb The Bass. Lagið "The Hard Way" og önnur hljóðdæmi eftir Bigga er að finna á myspace síðu hans, myspace.com/bigital.
Lífið Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira