Fernandes ekki á leið til Portsmouth strax

Nú er útlit fyrir að ekki verði af fyrirhuguðum kaupum enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth á portúgalska miðjumanninum Manuel Fernandes á næstunni eftir að leikmanninum tókst ekki að komast klakklaust í gegn um læknisskoðun. Talsmenn Portsmouth segja að málið sé komið í salt í það minnsta næsta mánuðinn, en þá verði málið tekið upp að nýju.