
Sport
Curbishley hefur ekki áhuga á Villa

Alan Curbishley, sem nýverið lét af störfum hjá Charlton eftir 15 ára störf, segist ekki hafa áhuga á að taka við liði Aston Villa. Curbishley segir að til greina hefði komið að taka við enska landsliðinu á sínum tíma, en úr því ekkert varð úr því hefur hann ákveðið að taka sér frí í það minnsta fram á vorið.