Ítalski varnarmaðurinn Marco Materazzi hefur veitt sitt fyrsta viðtal síðan hann var dæmdur í leikbann og sekt fyrir athæfi sitt í úrslitaleik HM um daginn, en Materazzi segist vera með hreina samvisku þrátt fyrir að hafa verið gagnrýndur mikið.
"Ég er dálítið súr yfir því að vera dæmdur í leikbann, en ég get haldið höfði mínu hátt og horft framan í sjálfan mig eins og þeir sem hafa hreina samvisku, þó fólk hafi gagnrýnt mig harðlega," sagði Materazzi sem fékk tveggja leikja bann og fjársekt fyrir að ögra Zinedine Zidane.