Birmingham hafnar tilboði Liverpool í Pennant

Enska 1. deildarliðið Birmingham staðfesti í dag að það hefði hafnað 3,5 milljón punda tilboði Liverpool í vængmanninn Jermaine Pennant. Steve Bruce, stjóri Birmingham, segir að leikmaðurinn sé einfaldlega ekki falur fyrir svo lága upphæð. Pennant gekk í raðir Birmingham fyrir 3 milljónir punda frá Arsenal í fyrra.